Sigurrós Pálsdóttir matreiðslumaður á Vox

My blogs

About me

Gender Female
Industry Tourism
Occupation chef
Location Reykjavík, Iceland
Introduction Þessi síða er fyrir þá sem hafa ekki hugmynd um hvað á að elda og hvernig á að haga sér í þessari blessuðu kreppu. Nú er ég að spara svo nú er að duga eða drepast og láta ímyndunaraflið fara á flug, elda ódýrt en gott. Ég hef nú byrjað að setja saman matseðil fyrir vikuna og eftir að hann hefur verið festur niður á blað þá fer ég í búðina(södd!) og kaupi ekkert annað en það sem stendur á miðanum og versla aðeins einu sinni í viku. Matseðillinn hangir á ískápnum en hann er þó ekki algerlega heilagur, t.d. ef miklir afgangar verða þá nýti ég þá að sjálfsögðu daginn eftir, í flestum tilfellum ekki í sömu mynd, ég er allt of nýungagjörn til þess. Ég set saman matseðilinn á mánudagskvöldum þar sem þriðjudagar eru frábærir til að versla, þá á ég búðina algerlega fyrir mig. Þar sem við erum með vissa upphæð sem við megum eyða í vikunni ræðst sunnudagurinn af peningaafgangi vikunnar, það gæti verið steik og það gæti verið slátur með hafragraut. Kemur í ljós á sunnudaginn. Vonandi líst ykkur vel á nýtt skipulag og ég lofa að vera með skemmtilegar uppskriftir í hverri viku.